Frímann

Frímann (3)

Vertu með í einum stærsta afsláttarklúbbi landsins

Dorado leitar að samstarfsaðilum sem vilja slást í hóp um 100 fyrirtækja sem nýtt hafa sér einn af stærri afsláttarklúbbum landsins. Dorado þjónustar ríflega 50 stétta- og verkalýðsfélög en í þeim eru um 130 þúsund félagsmenn á íslenskum vinnumarkaði. Afsláttarklúbburinn er hluti af þessari þjónustu en afslættirnir birtast félagsmönnum víða. Þeir eru aðgengilegir á orlofshúsavef félaganna, eru birtir í rafrænum fréttabréfum auk þess sem þá er að finna á innri vefjum hvers félags, eða „mínar síður“. Snertifletirnir eru því margir.

Eina skilyrðið er að afslátturinn gildi að lágmarki í eitt ár. Hann getur verið á ýmsu formi, svo sem prósentuafsláttur, tveir fyrir einn eða krónutöluafsláttur. Aðild að klúbbnum er fyrirtækjum að kostnaðarlausu en góð auglýsing felst í því að birta tilboð með merki félagsins á þessum fjölsótta vef. Miklir möguleikar eru á auknum viðskiptum, ef vel er boðið, enda hefur þessi stóri hópur verið duglegur að nýta þá afslætti sem í boði eru.

Skráið ykkur hér ef þið viljið slást í hópinn.

Dorado hefur undanfarið unnið að því að búa til eitt stærsta markaðstorg fyrir gistingu sem til er á Íslandi. Í umboði á þriðja tugar stéttarfélaga mun Dorado sjá um að selja félagsmönnum þeirra, sem telja vel yfir 100 þúsund vinnandi einstaklinga, ferðaávísanir. Ávísanirnar, sem í flestum tilfellum eru niðurgreiddar af stéttarfélögunum, gilda á íslenskum hótelum og gistiheimilum.

Dorado hefur þegar samið við nokkrar hótelkeðjur og gistiheimili um allt land en leitar nú að fleiri samstarfsaðilum. Í skiptum fyrir beinan aðgang að stórum hluta vinnandi fólks á Íslandi, án þess að þurfa að auglýsa, er sú krafa gerð að gististaðirnir bjóði þessum hópi sín allra bestu kjör. Jafnframt er skilyrði að ferðaávísunin gildi með öllum öðrum tilboðum.

Ferðaávísun leysir af gistimiða

Fram að þessu hefur félagsmönnum stéttarfélaga staðið til boða að kaupa gistimiða sem eru gefnir út af hótelum og gistiheimilum og eru eyrnamerktir þeim. Miðarnir hafa venjulega verið verðlagðir með margra mánaða fyrirvara og eru bundnir við tiltekinn gististað. Sá sem miðann hefur keypt hefur ekki getað breytt áætlunum sínum nema með mikilli fyrirhöfn.

Öll umsýsla þessara miða hefur verið þung í vöfum, bæði fyrir stéttarfélögin og hótelin. Uppgjör hefur verið tímafrekt enda þarf að gefa út fjölmarga reikninga. Allnokkuð hefur auk þess borið á óánægju meðal kaupenda miðanna þegar betri tilboð bjóðast.

Rafræn lausn og sveigjanleiki

Ferðaávísunin er rafræn en hana kaupa félagsmennirnir á orlofsvef síns stéttarfélags. Félagsmaðurinn kaupir ávísun í ákveðinni upphæð sem er skilgreind af hverju félagi fyrir sig. Ávísunina notar félagsmaðurinn svo til að greiða fyrir þjónustu á hóteli.

 Ef handhafi ferðaávísunar vill breyta ferðaáformum sínum, eða ef hótelið er fullbókað þá nótt sem hann hyggst gista, getur hann fyrirhafnarlaust notað ávísunina hjá öðrum samstarfsaðilum. Ef hann vill stærra herbergi eða kaupa aukna þjónustu þegar á hólminn er komið, greiðir hann mismuninn. Að sama skapi getur sú staða komið upp að hann fullnýti ekki ávísunina sem hann keypti, ef hann rekst á hagstæðara tilboð.

Félagsmenn hafa val um fleiri en eitt hótel og geta nýtt ávísunina með öðrum sértilboðum sem frá hótelunum berast. Þegar niðurgreiðsla stéttarfélaganna til félaga sinna leggst við bestu kjör sem hótelin geta boðið, leiðir það til einstakra afsláttarkjara fyrir þennan stóra hóp fólks.

Félagsmenn munu geta skoðað heimasíðu með þeim tilboðum sem hótel og gistiheimili gera þeim hverju sinni. Hvert hótel getur haft margar vörur á boðstólnum; allt frá stakri nótt upp í fleiri nætur með máltíðum eða annarri þjónustu. Dorado gerir þá kröfu til samstarfsaðila að betri tilboð fyrir sömu vöru sé ekki að finna annars staðar.

Einn reikningur fyrir öll félögin

Með því að efna til samstarfs við Dorado og þennan stóra hóp stéttarfélaga þurfa hótelin ekki lengur að leggja vinnu í að semja við hvert og eitt þeirra og gefa út prentaða gistimiða. Dorado mun semja við seljendur fyrir hönd allra samstarfsfélaga, til að einfalda utanumhald og uppgjör. Aðeins er þörf á að gefa út einn reikning fyrir tiltekið tímabil, fyrir alla þá upphæð sem greidd hefur verið hótelinu með ferðaávísun. Dorado annast greiðslu þeirra og sér um öll samskipti við stéttarfélögin en þau sjá sjálf, á sínum vettvangi, um að kynna það sem í boði er fyrir félagsmönnum sínum.

Helstu kostir:

 • Beint aðgengi söluaðila að meira en 100 þúsund félagsmönnum (og fjölskyldum þeirra) á vinnumarkaði.
 • Enginn auglýsinga eða markaðskostnaður fyrir söluaðila.
 • Hvert stéttarfélag vekur athygli á tilboðunum á sínum vefsíðum og samfélagsmiðlum.
 • Stéttarfélögin niðurgreiða í flestum tilvikum gistinguna, sem gerir tilboðið enn betra í augum félagsmannsins. Það er til þess fallið að auka söluna.
 • Auðvelt að setja saman og birta ýmis pakkatilboð; þar sem saman fer gisting og þjónusta.
 • Engin skuldbinding um frátekin herbergi en ávísunina getur félagsmaðurinn notað hjá hvaða söluaðila sem er, að undangenginni bókun.
 • Aðeins þarf að semja við einn aðila; Dorado.
 • Ómæld vinna við gerð reikninga sparast, þar sem aðeins þarf að rukka einn aðila um alla upphæðina.

Verð á vörum og þjónustu sem söluaðilar veita Frímann félögum.

Hótelmiðar


Íslandshótel / Fosshótel

Gildistími: 2020

Verð: 14.400 kr.

Íslandshótel bjóða upp á vetrarverðin í sumar og þarf því einungis að greiða 1 gistimiða í sumar á þriggja stjörnu Íslandshóteli.
 
Verð á gistimiða verður 14.400 kr. út árið 2020.
 
Gistimiði gildir fyrir standard tveggja manna herbergi með morgunverði í eina nótt.
Uppfærsla á fjögurra stjörnu Grand Hótel Reykjavík og Fosshótel Glacier Lagoon verður 5.000 kr. fyrir hverja nótt.
 
Með fyrirvara um breytingar verða eftirtalin hótel opin í sumar:

 • Grand Hótel Reykjavík
 • Fosshótel Glacier Lagoon
 • Fosshótel Austfirðir
 • Fosshótel Húsavík
 • Fosshótel Vestfirðir
 • Fosshótel Stykkishólmur
 • Fosshótel Reykholt

Takmarkað framboð er á herbergjum á afsláttarverði, mælum því með að bóka fyrst áður en keyptur er gistimiði.

Skilmálar:

 • Sérverð gilda fyrir standard herbergi og hótelin áskilja sér rétt til að bjóða hærra gjald fyrir aðrar herbergjatýpur.
 • Innifalið í verði er morgunverður, internet aðgangur, 333 kr gistináttaskattur og 11% VSK.
 • Á Fosshótel Reykjavík, Fosshótel Glacier Lagoon, Hótel Reykjavík Centrum & Grand Hótel Reykjavík þarf að greiða 5.000 kr. aukalega fyrir hverja nótt við innritun

Þau félög sem vilja hafa miða frá Fosshótel í sölu þurfa að senda tölvupóst á Huldu S. Sívertsen hulda@islandshotel.is og biðja um samning.

 


Hótel Edda

Gildistími: 2020

Verð: 11.900 kr.

TEGUND GISTINGAR
VERÐ  
   Tveggja manna herbergi m/handlaug 11.900 kr.  (1 miði)
   Tveggja manna herbergi m/baði 19.900 kr.  (1 miði 8.000 kr.)
   Morgunverður 2.450 kr.  

 

Hver miði gildir fyrir tvo í gistingu í tveggja manna herbergi með handlaug í eina nótt. Ekki er innifalin morgunverður.

Greiðslumiðana má nota Edduhótelunum sem eru 3 að tölu sumarið 2020

 • Hótel Edda Akureyri
 • Hótel Edda Egilsstaðir
 • Hótel Edda Höfn

Þau félög sem vilja hafa miða frá Hótel Edda í sölu þurfa að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og biðja um samning.

Sjá nánar


Icelandair hótel

Gildistími: 1. október 20219 til 15. maí 2020.

TEGUND GISTINGAR
VERÐ
   Tveggja manna standard herbergi 13.900 kr.

 

Hver miði gildir fyrir tvo í gistingu, eina nótt í standard herbergi. Morgunverður er ekki innifalinn.

Greiðslumiðarnir gilda á Akureyri, Mývatni, Héraði, Vík, Flúðum, Hamri og Reykjavík Natura.

Þau félög sem vilja hafa miða frá Icelandair hótel í sölu þurfa að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og biðja um samning.

pdfSjá nánar


Hótel Keflavík

Tímabil:

 • Sumar & Hátíðisdagar 2020: 01.05.2020 - 30.09.2020 24.12.2020 - 26.12.2020 30.12.2020 - 03.01.2021

 • Vetur 2020-2021: 01.10.2020 - 23.12.2020 27.12.2020 - 29.12.2020 04.01.2021 - 30.04.2021

TEGUND GISTINGAR    
Sumar & Hátíðisdagar 2020 Hótel Gistiheimili
   Tveggja manna herbergi 29.820 kr.  11.820 kr. 
   Einstaklingsherbergi 25.020 kr.  10.620 kr. 
   Fjölskylduherbergi 36.420 kr.  16.020 kr. 
     
Vetur 2020-2021 Hótel Gistiheimili
   Tveggja manna herbergi 19.020 kr.  8.220 kr. 
   Einstaklingsherbergi 14.820 kr.  6.420 kr. 
   Fjölskylduherbergi 29.820 kr.  11.820 kr. 
     

 

Innifalið í verði á hóteli:

Morgunverður (opinn kl. 5-10), þráðlaust net, aðgangur að líkamsrækt og gufu og skutl á völlinn við brottför skv. áætlun.

Innifalið í verði á gistiheimili:

Morgunverður (opinn kl. 5-10), þráðlaust net og aðgangur að líkamsrækt og gufu.

 

Center Hotels

Gildistími: 

Vetur: 5. september 2019 til og með 15. maí 2020
Sumar: 6. maí til og með 14. september 2020

TEGUND GISTINGAR
SUMAR VETUR
   Tveggja manna herbergi 19.900 kr. 14.900 kr.

 

Gistimiði gildir fyrir tveggja manna herbergi í eina nótt ásamt morgunverði á eftirfarandi Center Hotels

 • Laugavegur
 • Miðgarður
 • Plaza
 • Arnarhvoll
 • Skjaldbreið
 • Klöpp
 • GrandiAlba gistiheimili

 Gildistími: 1. september 2019 til 31. júlí 2020

Lítið gistiheimili í Eskihlíð 3 í Reykjavík með 10 herbergjum, allt frá eins manns herbergjum og upp í fjögurra manna herbergi.
Baðherbergi eru sameiginleg.
Staðsetning gistiheimilisins hefur af mörgum verið talin heppileg, í göngufæri eru miðbærinn, Kringlan, Perlan og Öskjuhlíðin, BSÍ, Landspítalinn og svo mætti áfram telja.

TEGUND GISTINGAR
VERÐ
   Einstaklingsherbergi 5.500 kr.
   Tveggja manna herbergi 7.100 kr.
   Þriggja manna herbergi 9.300 kr.
   Fjögurra manna herbergi 11.500 kr.

Morgunverður er innifalinn í verði.


Hótel Ísafjörður

 Gildistími:  1. september 2019 til 15. apríl 2020 (gildir ekki um páska)

TEGUND GISTINGAR
VERÐ
Hótel
 
   Einstaklingsherbergi með baði 15.500 kr.
   Tveggja manna herbergi með baði 17.500 kr.

 Innifalið í verði er morgunmatur.

 

Keahótel

Tímabil:

 • Vetur: 1. október 2019 - 15 maí 2020
 • Sumar: 16. maí - 30. september 2020

 

TEGUND GISTINGAR
VETUR SUMAR
HÓTEL KEA AKUREYRI    
   Einstaklingsherbergi 14.533 kr. 22.833 kr.
   Tveggja manna herbergi 17.233 kr. 30.233 kr.
REYKJAVÍK LIGHTS
   Einstaklingsherbergi 12.533 kr. 20.033 kr.
   Tveggja manna herbergi 15.833 kr. 26.033 kr.
STORM HOTEL
   Einstaklingsherbergi 14.533 kr.  22.833 kr.
   Tveggja manna herbergi 17.233 kr.  30.233 kr.

 

Morgunverður er innifalinn í verðum á öllum hótelum. Uppfærsla á efri herbergjatýpur 3.500.- kr. per nótt.
Verð þessi miðast við einstaklingsbókanir: 1-5 herbergi.

Verð þessi innihalda 11% VSK og gistináttagjald: 333 kr. per herbergjanótt. Ef forsendur þessar breytast, áskilja Keahótel sér rétt til að breyta samningsverðum í samræmi við það.

 

 

Hótel Vestmannaeyjar

Tímabil:

 • Vetur: 1. október 2019 - 30. apríl 2020
 • Sumar: 1. maí - 30. september 2020
TEGUND GISTINGAR
VERÐ VETUR VERÐ SUMAR
   Einstaklingsherbergi 9.800 kr. 14.500 kr.
   Tveggja manna herbergi 18.500 kr. 25.500 kr.

 

Morgunverður innifalinn

Í öllum herbergjum er sér baðherbergi, sjónvarp og frítt WiFi

 

Hótel Heydalur

Tímabil:

 • Vetur: 16. september 2020 - 31. maí 2021
 • Sumar: 1. júní - 15. september 2020

Heydalur er í Mjóafirði mitt á milli Hólmavíkur og Ísafjarðar. Fjölskyldu og náttúruvæn ferðaþjónusta.

Morgunmatur er innifalinn í gistingu.

TEGUND GISTINGAR
VERÐ VETUR VERÐ SUMAR
Herbergi í flokki 3  
   Einstaklingsherbergi 11.390 kr. 14 365 kr.
   Tveggja manna herbergi 17.680 kr. 19 295 kr.
   Þriggja manna herbergi 20.315 kr. 22 355 kr.
Herbergi í flokki 4
   Tveggja manna herbergi 19.465 kr. 21 675 kr. 
   Þriggja manna herbergi 23.120 kr. 25 840 kr. 

 

Ljúffengar veitingar úr heimabyggð að eigin vali, notaleg gisting, ósnortin náttúra og fjölbreytt afþreying.
Gestgjafar eru Stella Guðmundsdóttir og Gísli Pálmason.

Herbergi í flokki 3
Þessi herbergi eru í gamla fjósinu í Heydal.
Öll herbergi hafa sérbað og sjónvarp sem getur þó verið stopult.
Gengið er inn í hvert herbergi utanfrá.

Herbergi í flokki 4
Þessi herbergi eru í nýrri byggingu og eru stærri, hafa gólfhita og meira útsýni.
Þriggja manna herbergin í þessum flokki eru litlar studioíbúðir með tveimur herbergjum og örlitlum eldhúskrók.

 

 

Flugfélög og ferðaskrifstofur

 

Icelandair

Tilboð: 27.000 kr

30.000 kr. inneign í flugferð með Icelandair. Gildir sem greiðsla upp í fargjald og skatta og önnur gjöld í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair. Hægt er að nota þetta gjafabréf sem greiðslu upp í pakkaferð sé hún bókuð á vefnum. Gjafarbréf hafa 5 ára endingu.


Air Iceland Connect

Verð til orlofssjóða: Samkomulagsatriði.

Air Iceland Connect býður stéttarfélögum að kaupa inneignarbréf fyrir félagsmenn upp í flug með Flugfélagi Íslands með 10% afslætti.
Inneign á hverju bréfi er 7.500 kr en stéttarfélagið greiðir 6.750 kr. ATH að það er sjálfsagt að hafa upphæð á hverju bréfi hærri ef þið óskið eftir því, það þarf bara að vera sama upphæð á öllum bréfum í sömu pöntun.
Senda þarf tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með upplýsingum um fjölda bréfa sem óskað er eftir að kaupa ásamt greiðslukortaupplýsingum (nota þennan öryggislink til að senda kortanúmer: https://www.flugfelag.is/kortaupplysingar ). Bréfin verða gefin út um leið og greiðsla hefur borist. Flugfélagið sendir svo excel skjal á stéttarfélagið með númerum á þeim inneignarbréfum sem keypt voru.

Inneignina er einungis hægt að nota þegar bókað er á www.flugfelag.is og er hægt að nota hana upp í öll almenn fargjöld sem eru bókanleg þar hverju sinni.
Inneignabréfin gilda í 2 ár frá útgáfudegi og er lágmarkspöntun 10 inneingnarbréf hverju sinni.

 

Úrval Útsýn og Sumarferðir

Úrval-Útsýn og Sumarferðir bjóða stéttarfélögum að kaupa inneignarbréf fyrir félagsmenn sína sem hægt er að nota í pakkaferðir á þeirra vegum. Inneign á hverju gjafabréfi er 30.000 kr. og stéttarfélög fá 5.000 kr. afslátt af hverju bréfi.   

Óskað er eftir því að stéttarfélag gefi samsvarandi eða hærri afslátt á móti til sinna félagsmanna. 

Gjafabréfin gilda ekki í jóla- og páskaferðir.  Gildistími er 2 ár frá útgáfudegi.   Hver félagsmaður getur keypt allt að 2 gjafabréf á ári og  má nota 2 gjafabréf í bókun,  ef tveir eða fleiri eru bókaðir saman í bókun.

Ferðaskrifstofan sendir excel skjal á stéttarfélagið með númerum á þeim inneignarbréfum sem keypt eru.  Senda þarf beiðni um kaup í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Kort

Hægt er að hafa samband við okkur og láta virkja þessi kort strax. Ekki er nauðsynlegt að kaupa upp lager af kortum þar sem söluaðilar senda kort beint til félagsmanna. Félög fá rukkun mánaðarlega eða í lok sumars.

 

KORT

VERÐ TIL FRÍMANN FÉLAGA ÚTSÖLUVERÐ
   Veiðikortið 6.300 kr.  7.900 kr. 
   Útilegukortið Samkomulag  19.900 kr. 


Menningarkort Reykjavíkur
 

ÚTSÖLUVERÐ VERÐ TIL ORLOFSSJÓÐA
 6.000 kr. 10-99 kort 15% afsláttur af útsöluverði
100 og fleiri kort 20% afsláttur af útsöluverði

Félögin hafa samband við Steinunni Hauksdóttur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hún mun útbúa kortin. Kortin eru afgreidd af skrifstofum félagana.

2015 © Dorado ehf. Allur réttur áskilinn.